Rekstrarkostnaður skilanefndar og slitastjórnar Glitnis á árinu 2009
Vegna fyrirspurna fjölmiðla veitir skilanefnd og slitastjórn Glitnis hér með yfirlit um heildar rekstrarkostnað á árinu 2009. Mikilvægt er að hafa í huga að kostnaður við rekstur búsins greiðist af kröfuhöfum sem eru að stærstum hluta erlendir aðilar eða um 80%. Fulltrúar kröfuhafa fylgjast náið með starfsemi Glitnis og eru þeir upplýstir ýtarlega um framvindu mála reglulega. Til að hámarka virði þeirra eigna sem eru í búi Glitnis hafa fulltrúar kröfuhafa lagt ríka áherslu á að leitað sé ráðgjafar og aðstoðar hjá færustu sérfræðingum á hverju sviði. Vegna umfangs búsins og flókinna verkefna sem við er að fást hefur eðli málsins samkvæmt reynst nauðsynlegt að leita til alþjóðlegra sérfræðinga í ríkum mæli.
Rekstrarkostnaður 2009 (í milljónum króna) | ||
Laun og launatengd gjöld | 300 | |
Íslandsbanki - þjónustusamningur | 728 | |
Sérfræðikostnaður | 3.377 | |
- þar af innlendir aðilar | 732 | |
- þar af erlendir aðilar | 2.645 | |
Ýmis kostnaður | 166 | |
Samtals | 4.571 |
Samanlagður kostnaður skilanefndar og slitastjórnar Glitnis á árinu 2009 nam 4,6 milljörðum íslenskra króna. Heildareignir búsins, án niðurfærslu og skuldajöfnunar, námu1.898 milljörðum króna í lok júní 2009. Rekstrarkostnaður sem hlutfall brúttó heildareigna nam því 0,25% á árinu 2009. Heildareignir eftir niðurfærslu og skuldajöfnun námu 723 milljörðum. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af heildareignum nettó nam því 0,65%.
Laun og launatengd gjöld vegna starfsmanna námu 0,3 milljörðum króna en meðalfjöldi starfsmann á árinu var 22. Greiddir voru til Íslandsbanka á árinu 0,7 milljarðar króna en bankinn veitir Glitni margvíslega þjónustu samkvæmt þjónustusamningi og má þar meðal annars nefna, kerfisleigu, tölvuþjónustu, bakvinnslu, fjármála- og bókhaldsþjónustu auk vinnu vegna gagnaöflunar fyrir opinbera aðila eins og rannsóknarnefnd Alþingis, sérstakan saksóknara, skattrannsóknarstjóra og ríkisskattsstjóra.
Aðkeypt sérfræðiþjónusta að meðtöldum virðisaukaskatti þegar við á nam 3,4 milljörðum. Þar af námu greiðslur til erlendra aðila 2,6 milljörðum króna en 0,7 milljörðum króna til innlendra aðila. Inni í tölum um aðkeypta þjónustu innlendra aðila eru greiðslur til þeirra sem starfa í skilanefnd og slitastjórn Glitnis. Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna aðkeyptrar sérfræðiaðstoðar muni fara lækkandi á næstu misserum en eðli málsins samkvæmt er slíkur kostnaður mestur fyrstu tvö til þrjú árin í slitaferlinu.
Þeir erlendu aðilar sem keypt var mest þjónusta af á árinu 2009 voru þessir (í stafrófsröð):
- • Arntzen de Besche Advokatfirma AS, lögfræðistofa, Noregi
- • BCF, lögfræðistofa Canada
- • Cadwalader, lögfræðistofa. UK
- • Deloitte, endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtæki, UK
- • Deutsche Bank, UK
- • DLA Piper, London, lögfræðistofa, UK
- • Forretningsadvokatene, lögfræðistofa, Noregi
- • Houlihan Lokey, ráðgjafafyrirtæki, UK
- • KROLL, fjármálarannsóknarfyrirtæki, UK
- • KEWS Clifford Change, lögfræðistofa, UK
- • Morrison & Forrester, lögfræðistofa, USA og UK
- • McGuireWoods, lögfræðistofa, UK
- • McCann FitzGerald, lögfræðistofa, Írland
- • O´Melveny & Myers LLP, lögfræðistofa, USA
- • Schneider;Schwegler, lögfræðistofa, Þýskalandi
- • Slaughter & May, lögfræðistofa, UK
- • Steptoe & Johnson LLP, lögfræðistofa, USA
- • Sungard, fjármálaráðgjafar, UK
- • UBS, Fjárfestingabankaráðgjöf, UK og USA
Innlendir aðilar (í stafrófsröð) sem seldu Glitni þjónustu fyrir 5 milljónir króna eða meira á árinu 2009 voru þessir:
- • AT ráðgjöf ehf.
- • BBA Legal ehf.
- • BT sf.
- • Borgarlögmenn ehf.
- • Deloitte hf.
- • Ernst & Young hf.
- • Gagnavarslan ehf.
- • Jónatansson & Co. lögfræðistofa ehf.
- • Juris hf.
- • KPMG hf.
- • Krónos ehf.
- • Lausnir lögmannsstofa sf.
- • LM lögmenn sf.
- • Lex ehf.
- • Logos slf.
- • Mörkin lögmannsstofa hf.
- • Lögfræðimiðstöðin ehf.
- • Lögfræðiráðgjöf Páls E slf.
- • Safn ehf.