30 Jul2010
Nýjar kyrrsetningar vegna krafna Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni
Slitastjórn Glitnis hf. fékk í dag úrskurð um alþjóðlega kyrrsetningu í sambandi við kröfur Glitnis á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Kyrrsetningin kemur til vegna millifærslna sem framkvæmdar voru daginn eftir að eignir Jóns Ásgeirs voru kyrrsettar í Bretlandi þann 11. maí sl.
Færð voru í heild 585.648 bresk pund til Bohemian Partners LLP, Tina Maree Kilmister,Aspiring Capital Partners LLP og Jeffrey Ross Blue. Var umrætt fé kyrrsett skv. úrskurði dómara í London í dag. Kyrrsetningarnar gilda einungis um það fé sem þessir aðilar fengu frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni eftir að alþjóðleg kyrrsetning var gerð á eignum hans. Ekki var krafist kyrrsetningar á öðrum eignum viðkomandi aðila.