11 Sep2010
Tilkynning frá slitstjórn Glitnis
Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Í stefnu málsins í New York er því haldið fram að stefndu hafi veitt þeim fjármunum sem um ræðir út úr bankanum áður en hann féll.
Í svörum Glitnis er m.a. að finna eiðfestar yfirlýsingar frá nokkrum fyrrum starfsmönnum bankans. Glitnir er staðráðinn í því að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins í New York og vill koma á framfæri þökkum fyrir stuðning Íslandsbanka og samstarfsvilja og sannsögli þeirra sem áður störfuðu hjá Glitni.
Í svörum Glitnis er m.a. að finna eiðfestar yfirlýsingar frá nokkrum fyrrum starfsmönnum bankans. Glitnir er staðráðinn í því að elta uppi höfunda þess ráðabruggs sem lýst er í stefnu málsins í New York og vill koma á framfæri þökkum fyrir stuðning Íslandsbanka og samstarfsvilja og sannsögli þeirra sem áður störfuðu hjá Glitni.