Tilkynning frá Glitni: Réttarhöldum frestað
Réttarhöldum yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fleirum sem fara áttu fram í dag, þann 9. nóvember, í New York fylki, BNA, hefur verið frestað.
Réttarhöldunum var frestað til að gefa málsaðilum tækifæri til að leggja fram frekari greinagerðir til að koma að athugasemdum um skjöl sem nýverið hafa komið í leitirnar og hafa verið efni bréfaskipta milli málsaðila og dómstólsins undanfarnar tvær vikur.
Þá hafa varnaraðilar tekið fram að þeir muni draga til baka lögfræðiálit Brynjars Níelssonar og að þeir muni leggja fram aðra yfirlýsingu frá íslenskum sérfræðingi, og verður nafn hans kynnt síðar. Glitnir mun tilkynna um nýja dagsetningu á réttarhöldunum þegar málsaðilar og dómstóllinn hafa komið sér saman um hana.